Manchester City er að ganga frá kaupum á Manuel Akanji varnarmanni Borussia Dortmund en frá þessu greinir David Ornstein hjá The Athletic.
City borgar 17,5 milljónir evra fyrir varnarmanninn sem var að verða samningslaus á næsta ári.
Akjani er 27 ára gamall og er frá Sviss en hann kom til Dortmund árið 2018 frá Basel.
Miðvörðurinn eykur breiddina í varnarlínu City sem er þó ansi góð fyrir. Félagaskiptaglugginn lokar á morgun og er búist við að City nái að klára allt fyrir þann tíma.
🚨 EXCLUSIVE: Manchester City close to an agreement with Borussia Dortmund to sign centre-back Manuel Akanji. Optimism deal for Swiss int’l will be struck for €17.5m. 27yo was set to become a free agent next summer & #MCFC have pounced @TheAthleticUK #BVB https://t.co/izVyzDggA5
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 30, 2022