Samúel Kári Friðjónsson hefur skrifað undir samning við Atromitos í úrvalsdeildinni í Grikklandi. Þetta staðfesti félagið rétt í þessu.
Atromitos samdi á dögunum við við Viðar Örn Kjartansson og nú hefur Samúel Kári skrifað undir hjá félaginu.
Samúel kemur til félagsins frá Viking í Noregi en samningur hans þar var að renna út um jólin.
Samúel er mættur til Grikklands en með honum í för er umboðsmaðurinn Ólafur Garðarson sem einnig er umboðsmaður Viðars.
Samúel hefur spilað átta A-landsleiki fyrir Ísland en hann var í í hópi landsliðsins á HM í Rússlandi árið 2018.