Það eru meiðslavandræði á miðjunni hjá Arsenal.
Thomas Partey missti af síðasta leik gegn Fulham vegna meiðsla. Lék Mohamed Elneny á miðjunni í hans stað.
Nú hefur David Ornstein hins vegar greint frá því að Elneny hafi meiðst í leiknum gegn Fulham og að hann verði frá í töluverðan tíma. Ekki er þó vitað hversu lengi.
Arsenal gæti leitað að miðjumanni í glugganum til að auka breiddina.
Liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.
🚨 Mohamed Elneny suffered significant injury vs Fulham. Arsenal awaiting full extent but 30yo expected to miss considerable spell. Partey also nursing (relatively minor) muscle issue so #AFC may look to recruit in midfield. With @gunnerblog @TheAthleticUK https://t.co/8b567oDygj
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 30, 2022