Edinson Cavani er genginn í raðir Valencia. Hann kemur á frjálsri sölu, en var síðast á mála hjá Manchester United.
Hinn 35 ára gamli Cavani hefur spilað fyrir nokkur stórlið, líkt og Paris Saint-Germain og Napoli, auk United.
Eggert Magnússon, fyrrum stjórnarformaður og hluthafi í West Ham, er fastagestur á heimavelli Valencia og er ánægður með komu Úrúgvæans. Eggert, sem einnig er fyrrum formaður Knattspyrnusambands Íslands, tók mynd af sér með kappanum og birti á Facebook. Hana má sjá hér neðar.
Cavani skoraði alls 19 mörk í 59 leikjum fyrir United. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessum reynslumikla leikmanni tekst til á Spáni.