Samkvæmt enskum götublöðum hefur Liverpool áhuga á því að kaupa Moises Caicedo miðjumann Brighton áður en glugginn lokar á morgun.
Jurgen Klopp stjóri Liverpool hefur staðfest að félagið hefði áhuga á að bæta við miðjumanni vegna meiðsla.
Thiago, Curtis Jones, Naby Keita og Alex Oxlade-Chamberlain eru allir frá vegna meiðsla um þessar mundir.
Brighton keypti Caicedo í febrúar árið 2021 fyrir 4,5 milljónir en nú segja ensk blöð að Liverpool sé tilbúið að borga 42 milljónir punda.
„Maður veit aldrei í fótbolta, við erum rólegir. Formaðurinn gæti kannski skoðað þetta fyrir 100 milljónir punda. Mögulega er hægt að reyna á það,“ segir Graham Potter stjóri Brighton.