Það er hvorki of kalt né heitt til að fljótandi vatn geti verið á yfirborði hennar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá háskólanum að sögn Videnskab.
Rannsóknin hefur verið birt í The Astronomical Journal. Í henni kemur fram að hugsanlega sé plánetan algjörlega hulin þykku lagi af fljótandi vatni. Segja vísindamennirnir að vatn geti verið um 30% af massa plánetunnar en til samanburðar má geta þess að vatn er tæplega 1% af massa jarðarinnar.
Vísindamennirnir notuðu meðal annars gögn frá TESS stjörnusjónauka Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA við rannsóknina á TOI-1452 b sem er í um 100 ljósára fjarlægð frá jörðinni.
Þeir sáu að plánetan var sérstaklega áhugaverð á grunni gagna frá TESS og gerðu því enn frekari rannsóknir og gátu þannig komist að hver massi plánetunnar er og ummál. Þessir útreikningar sýna að plánetan er líklegast ekki bara úr hörðum kjarna, heldur úr léttara efni og að líklega sé þetta efni vatn.
Vísindamennirnir vonast til að geta rannsakað plánetuna betur með James Webb geimsjónaukanum.