fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

BHM vill hefja kjaraviðræður strax

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. ágúst 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðriki Jónssyni, formanni Bandalags háskólamanna (BHM) hefur verið falið sameiginlegt viðræðuumboð aðildarfélaga bandalagsins vegna komandi kjarasamninga. Mælst er til að hann hefji viðræður við viðsemjendur aðildarfélaganna og stjórnvöld tafarlaus.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og hefur eftir honum að hann vildi helst setjast niður í dag og hefja viðræður.

Það var formannaráð BHM sem samþykkti umboðið en formenn allra 28 aðildarfélaga BHM sitja í því. Á síðustu árum hafa félögin sjálf farið með viðræður af þessu tagi en nú hafa þau ákveðið að hefja viðræðurnar saman undir forystu Friðriks.

Hér er um viðræðuumboð að ræða, ekki samningsumboð.

Morgunblaðið hefur eftir Friðriki að BHM telji að ekki sé eftir neinu að bíða þrátt fyrir að samningar hins opinbera renni ekki út fyrr en á næsta ári. „Við viljum ekki lenda í þeirri stöðu að hér renni samningar út í lok mars og svo líði 6- 12 mánuðir áður en nýir samningar taki við,“ sagði hann.

Nánar er hægt að lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“