Það fór fram stórleikur í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en leikið var á Mestalla, heimavelli Valencia.
Um var að ræða leik í þriðju umferð en Valencia og Atletico Madrid áttust við og voru bæði með þrjú stig fyrir leikinn.
Leikurinn var því miður engin frábær skemmtun en eitt mark var skorað og það gerðu gestirnir.
Antoine Griezmann sá um að tryggja stigin þrjú með marki á 66. mínútu.
Í hinum leik kvöldsins var meira fjör er Athletic Bilbao rúllaði yfir botnlið Cadiz.
Athletic hafði betur með fjórum mörkum gegn engu og var að vinna sinn annan sigur í deildinni.
Valencia 0 – 1 Atletico Madrid
0-1 Antoine Griezmann
Cadiz 0 – 4 Athletic
0-1 Inaki Williams
0-2 Gorka Guruzeta
0-3 Alex Berenguer
0-4 Gorka Guruzeta