Alex Neil hefur yfirgefið lið Sunderland eftir stutta dvöl og er orðinn knattspyrnustjóri Stoke.
Þessar fréttir koma heldur betur á óvart en í byrjun mánaðars skrifaði Neil undir nýjan og endurbættan samning við Sunderland.
Neil sá um að koma Sunderland aftur í næst efstu deild Englands á síðustu leiktíð og var gríðarlega vinsæll á meðal stuðningsmanna liðsins.
Stoke reyndi þó mikið til að fá stjórann í sínar raðir og það hófst að lokum með þriggja ára samningi.
Í tilkynningu Sunderland kemur fram að félagið hafi reynt að bjóða Neil enn betri kaup og kjör en það gekk ekki upp.
Sunderland hefur byrjað tímabilið allt í lagi í Championship og er með átta stig eftir sex leiki. Stoke er hins vegar með sjö, fjórum sætum neðar.