Tvö lið hafa reynt að fá bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka frá Manchester United í sumar en án árangurs.
Þetta kemur fram í frétt Athletic í dag en Wan-Bissaka hefur ekki staðist væntingar á Old Trafford.
Bæði West Ham og Crystal Palace reyndu að fá leikmanninn í sínar raðir en Man Utd hefur ekki áhuga á að selja né lána.
Afar ólíklegt er að Wan-Bissaka færi sig um set áður en glugginn lokar eftir þrjá daga.
Wan-Bissaka kom til Man Utd frá einmitt Palace fyrir þremur árum og kostaði 50 milljónir punda.