Dean Henderson, markvörður Nottingham Forest, varð í gær fyrsti markmaðurinn í yfir fjögur ár til að verja vítaspyrnu frá Harry Kane.
Þessi tölfræði telur aðeins í ensku úrvalsdeildinni en Henderson varði spyrnu Kane í 2-0 tapi gegn Tottenham í gær.
Spyrna frá Kane á vítapunktinum var síðast varin árið 2018 en þrír markmenn hafa heilt yfir stöðvað hann.
Adrian, Fraser Forster og Loris Karius hafa allir varið víti frá Kane en það gerðist síðast fyrir rúmlega fjórum árum.
Karius var síðasti markmaðurinn til að verja spyrnu frá Kane árið 2018 er hann lék með Liverpool í 2-2 jafntefli.