Á Fréttavaktinni í kvöld segjum við frá því að hátt í 700 sjálfvirkir riflar skráðir á Íslandi í dag. Sviðsstjóri þjónustusviðs Ríkislögreglustjóra segir ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu mála.
Hætt var við að skjóta tunglferjunni Artemis fyrsta á loft í dag frá Kennedy geimferðastöðinni stöðinni í Flórída í dag, vegna bilunar í eldsneytiskerfi. Reynt verður aftur á föstudag.
Hamfaraþurrkar og flóð verða sífellt algengari af völdum loftslagsbreytinga af mannavöldum. Erfið staða er víða í Evrópu vegna þurrka og hamfaraflóð herja á Pakistan.
Listakona hefur ættleitt rými í Bankastræti í ágúst þar sem hún skapar fyrir allra augum og sýnir verkin sín.
Og hæstu hitatölur sumarsins verða að líkindum á morgun á Norðausturlandi þegar hiti verður á bilinu 20-25 stig að deginum í sól en nokkrum vindi.