Það brutust út mikil slagsmál eftir leik erkifjendanna AIK og Hammarby í úrvalsdeildinni þar í Svíþjóð í gær. Lögreglan er með málið til rannsóknar.
Fjöldi stuðningsmanna liðanna hagaði sér afar illa eftir leik. Það mátti sjá að áhorfendum tókst að koma niður öryggisgirðingu sem hafði verið komið á milli stuðningsmannahópanna tveggja, til að halda þeim í sundur.
Það mátti sjá blysum kallað á milli stuðningsmannahópa og réðu öryggisverðir illa við stöðuna.
Hammarby og AIK eru í öðru og fjórða sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Það fyrrnefnda er með 40 stig en það síðarnefnda með 36.
Myndband af slagsmálunum má sjá hér að neðan.