fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Slegist um að sýna frá Manchester United – Til í að borga stjarnfræðilegar upphæðir

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 29. ágúst 2022 11:45

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Streymisveiturisarnir Amazon og Netflix slást nú um réttinn á að skyggnast á bakvið tjöldið hjá Manchester United og sýna frá því í nýjum þáttaröðum.

Slíkir þættir hafa notið mikilla vinsælda undanfarið. Má þar nefna „All or Nothing“ seríur Amazon um Arsenal, Tottenham og Manchester City, sem og þætti Netflix um Sunderland.

Samkvæmt enska götublaðinu The Sun er United nú efst á óskalista bæði Amazon og Netflix, sem vilja framleiða þætti um félögin. Bæði fyrirtækin eru til í að borga ansi háar upphæðir fyrir aðgang að félaginu.

Talið er að uppbygging United undir stjórn Erik ten Hag heilli framleiðendur. Hann tók við stjórn liðsins í sumar.

Þá segir einnig í frétt The Sun að Amazon ætli sér að gera þáttaröð um næstu leiktíð hjá Newcastle. Nýir eigendur frá Sádi-Arabíu keyptu félagið í fyrra og má búast við miklum breytingum þar á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hefði viljað fleiri tækifæri í byrjunarliði Arsenal á sínum tíma

Hefði viljað fleiri tækifæri í byrjunarliði Arsenal á sínum tíma
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Á bekknum í fyrsta sinn í rúmlega þrjú ár

Á bekknum í fyrsta sinn í rúmlega þrjú ár
433Sport
Í gær

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Mjög óvænt nafn gæti tekið við af De Bruyne í sumar

Mjög óvænt nafn gæti tekið við af De Bruyne í sumar
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina sem vakti heimsathygli – Allir fóru úr að ofan

Sjáðu myndina sem vakti heimsathygli – Allir fóru úr að ofan