Renan Lodi er genginn til liðs við Nottingham Forest frá Atletico Madrid á Spáni.
Hinn 24 ára gamli Lodi kemur á láni til Forest. Enska félagið getur þó keypt hann næsta sumar fyrir 30 milljónir evra.
Forest er nýliði í ensku úrvalsdeildinni og hefur félagið verið ansi virkt á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Lodi er sautjándi leikmaðurinn sem það fær til liðs við sig í glugganum.
Liðið er með fjögur stig eftir fyrstu fjóra leiki sína í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.
Lodi hefur verið á mála hjá Atletico Madrid síðan 2019.
Official, confirmed. Renan Lodi joins Nottingham Forest on loan for €5m fee plus €30m buy option clause from Atletico Madrid. 🚨🌳 #NFFC
Signed and completed — here we go. confirmed.
⤵️🎥 @NFFC pic.twitter.com/zXHt53ulTW
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 29, 2022