Joan Laporta, forseti Barcelona, mætti með svakalegt glóðurauga á leik sinna manna gegn Valladolid í gær.
Barcelona vann leikinn 4-0, þar sem Robert Lewandowski skoraði tvö mörk.
Laporta mætti með sólgleraugu á völlinn en tók þau svo af sér. Þá mátti sjá ansi myndarlegt glóðurauga.
Samkvæmt AS á Spáni lenti Laporta í slysi á heimili sínu. Nánar er ekki vitað um málið.
Barcelona er í þriðja sæti spænsku deildarinnar. Liðið er með sjö stig eftir þrjá leiki.