Raunveruleikastjarnan Davide Sanclimenti, sem nýverið sigraði Love Island með kærustu sinni Ekin-Su Cülcüloğlu, var myndaður fara í leigubíl með tveimur íslenskum konum í London í fyrrakvöld. The Sun greinir frá þessu og birtir myndir af þeim.
Hægt er að skoða myndirnar á vef The Sun.
View this post on Instagram
Samkvæmt The Sun eru dömurnar Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir og Aníta Gunnarsdóttir og birti Matthildur myndefni af Davide, 27 ára, í story á Instagram fyrr um kvöldið, en þau höfðu öll verið að horfa á KSI bardagann.
Ekin-Su er að undirbúa flutning til Davide og var í burtu í Los Angeles.
Vert er að taka fram að það gerðist ekkert – allavega ekkert sem við vitum – eina sem er vitað er að þau tóku leigubíl ásamt vini Davide. Fjöldi netverja hafa fundið Instagram-síður íslensku kvennanna og skrifað athugasemdir við færslur þeirra um málið.