fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Lögreglan stöðvaði bíl sem var fullur af eitri – Nóg til að drepa 42 milljónir manna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. ágúst 2022 21:00

Ópíóíðar eru stórhættulegir. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega stöðvuðu bandarískir landamæraverðir, á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna í Arizona, akstur tveggja kvenna í hvítum bíl. Í bílnum sáu þeir marga poka. Við skoðun á þeim kom í ljós að í þremur voru margir litlir pakkar sem voru límdir aftur með sterku límbandi og smurðir inn í bílolíu.

Í tilkynningu frá U.S. Customs and Border Protection kemur fram að konurnar hafi verið mjög stressaðar og það greinilega ekki að ástæðulausu. Fox News skýrir frá þessu.

Ástæðan er að í pokunum þremur voru 340 pakkar með fentanýltöflum, alls 85 kíló af þessu hættulega efni sem er 100 sinnum sterkara en morfín og 50 sinnum sterkara en heróín.

Um 14.000 töflur var að ræða af þessu vinsæla ópíóíðalyfi sem er ein af ástæðunum fyrir mikilli misnotkun ópíóíða í Bandaríkjunum en um 100 manns látast að meðaltali daglega af völdum misnotkunar ópíóíða.

Samkvæmt upplýsingum frá United States Drug Enforcement Administration eru töflurnar svo sterkar að þær hefðu getað banað 42,4 milljónum manna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Í gær

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum