Kristall Máni Ingason átti frábæran leik fyrir Rosenborg í dag sem spilaði við Tromso í norsku úrvalsdeildinni.
Kristall skoraði tvö mörk fyrir Rosenborg í fyrri hálfleik en annað þeirra kom af vítapunktinum.
Því miður þá dugðu þessi mörk Kristals ekki til en Tromso vann 4-3 heimasigur í miklum markaleik.
Hólmbert Aron Friðjónsson komst á blað fyrir Lilleström gerði 1-1 jafntefli við Kristansund.
Brynjólfur Andersen Willumsson var í byrjunarliði Kristiansund og spilaði 76 mínútur í jafnteflinu.
Patrik Gunnarsson varði mark Viking og nældi sér í gult spjald í 2-1 tapi heima gegn Valerenga. Brynjar Ingi Bjarnason kom inná sem varamaður hjá Valerenga undir lok leiks.
Í Danmörku tapaði FC Kaupmannahöfn 3-1 fyrir Nordsjælland þar sem Hákon Rafn Haraldsson spilaði 76 mínútur fyrir það fyrrnefnda og fékk að líta gult spjald í tapinu.
Aron Elís Þrándarson og félagar í OB unnu Silkeborg 2-1 í sömu deild og töpuðu lærisveinar Freys Alexanderssonar í Lyngby 2-1 gegn Viborg.
Það fór þá fram Íslendingaslagur í Grikklandi þar sem Sverrir Ingi Ingason lék með PAOK og Viðar Örn Kjartansson með Atromitos.
PAOK vann þennan leik á dramatískan hátt 2-1 með marki í blálokin en Sverrir spilaði allar mínúturnar og kom Viðar inná í seinni hálfleik.
Einnig í Grikklandi lék Guðmundur Þórarinsson með OFI Crete sem tapaði 2-0 heima gegn Panathinaikos.