Anthony Gordon er ekki á leiðinni til Chelsea í sumar að sögn Frank Lampard, stjóra Everton.
Gordon hefur verið á óskalista Chelsea undanfarna daga en samkvæmt Lampard er hann ekki á förum í sumar.
Gordon skoraði eina mark Everton í gær gegn Brentford en þeim leik lauk með 1-1 jafntefli.
Um er að ræða 21 árs gamlan vængmann sem er uppalinn hjá bæði Liverpool og Everton.
Gordon er talinn mikið efni og hefur skorað fimm mörk í 53 leikjum í deild.
,,Ég sé hann sem leikmann Everton í langan tíma – mitt ráð til hans er að hunda þessi hljóð í höfðinu á sér þegar hann spilar eða æfir. Ég er hæstánægður fyrir hans hönd í dag,“ sagði Lampard.