Antonio Conte, stjóri Tottenham, hefur staðfest það að Harry Kane verði hvíldur í einhverjum af næstu leikjum liðsins.
Tottenham á framundan sjö leiki á aðeins 20 dögum og mun þeirra mikilvægasti leikmaður ekki spila rullu í öllum af þeim.
Tottenham er ekki sama lið með og án Kane en hann þarf að fá hvíld líkt og aðrir leikmenn liðsins.
,,Einn leikmaður getur ekki spilað alla sjö leikina, það er ómögulegt, ég er ekki töframaður!“ sagði Conte.
,,Ég get ekki spáð fyrir þessu en við tökum einn leik í einu og tökum bestu ákvarðanir fyrir liðið og leikmennina. Það er klikkun að hugsa að við getum notast við sömu leikmennina.“