Sevilla tapaði óvænt í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Almeria í þriðju umferð.
Sevilla hefur alls ekki farið vel af stað í deildinni og eftir 2-1 tap í kvöld er liðið með eitt stig eftir þrjá leiki.
Almeria var á sama tíma að vinna sinn fyrsta deildarsigur og er með fjögur stig í 9. sætinu.
Fyrr í dag vann Real Sociedad lið Elche 1-0 þar sem Brais Mendez skoraði eina mark leiksins.
Mallorca vann þá lið Rayo Vallecano 2-0 og sinn fyrsta sigur í sumar.
Almeria 2 – 1 Sevilla
0-1 Oliver Torres
1-1 Largie Ramazani
2-1 Umar Sadiq
Elche 0 – 1 Real Sociedad
0-1 Brais Mendez
Rayo Vallecano 0 – 2 Mallorca
0-1 Vedat Muriqi
0-2 Lee Kang-In