Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, býst við gríðarlega erfiðu verkefni í vetur er liðið spilar í Meistaradeild Evrópu.
Dregið var í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í vikunni og spilar Liverpool við Ajax, Napoli og Rangers í sínum riðli.
Klopp segir að öll þessi félög eigi möguleika á að komast í 16-liða úrslitin en hefur að sjálfsögðu trú á sínum mönnum.
,,Það fyrsta sem ég þarf að segja er að þetta er alvöru, alvöru áskorun,“ sagði Klopp.
,,Öll þessi lið eru með gæði og ég myndi segja að þau eigi öll möguleika. Það góða er að við getum horft fram veginn á þessa áskorun og gert okkar besta.“
,,Við vildum ekki fá neina greiða og höfum ekki fengið neina. Þetta er ekki keppni þar sem þú getur leitað að auðveldu möguleikunum því viðmiðið er svo hátt.“