Valur er bikarmeistari kvenna 2022 eftir leik við Breiðablik sem fór fram á Laugardalsvelli í kvöld.
Birta Georgsdóttir kom Blikum yfir í fyrri hálfleik í þessum leik en Valur svaraði með tveimur mörkum í þeim síðari frá Cyera Hintzen og Ásdísi Kareni Halldórsdóttur.
Arna Sif Ásgrímsdóttir spilaði með Val í kvöld og ræddi hún við RÚV eftir sigurinn.
,,Við vorum slöpp í fyrri hálfleik hvort það hafi verið stress eða eitthvað svoleiðis. Við ræddum saman í hálfleik og ákváðum að byrja aftur, 45 mínútur til að vera við og njóta þess að spila. Við svöruðum þessu vel,“ sagði Arna við RÚV.
,Það slitnaði okkar á milli og boltapressan var léleg en þetta lið, það er alveg sama hvort ég fái á mig mark, ég er ekki að fara að tapa leik.“
,,Þær voru ekki betri en við í fyrri hálfleik, þetta var mark sem við gáfum þeim og vorum miklir klaufar.“