Liverpool skoraði heil níu mörk gegn nýliðunum og fékk ekkert á sig í 9-0 heimasigri sem var sá fyrsti hjá liðinu í deildinni á tímabilinu.
Þetta er í annað sinn sem Liverpool skorar níu mörk í efstu deild en það gerðist síðast gegn Crystal Palace árið 1989.
Eins ótrúlegt og það hljómar komst Mohamed Salah ekki á blað fyrir Liverpool og náði heldur ekki að leggja upp.
Salah er helsta vopn Liverpool í sókninni og fékk svo sannarlega tækifæri til að koma boltanum í netið.
Egyptinn klúðraði algjöru dauðafæri í leiknum eins og má sjá hér fyrir neðan.
No way Salah just missed this 💀😂
— Funny Football Moments (@FunnyFTMoments) August 27, 2022