Wesley Fofana, leikmaður Leicester, verður ekki með liðinu um helgina sem spilar við Chelsea.
Fofana er að reyna að komast burt frá Leicester í sumar og einmitt til Chelsea sem hefur sýnt mikinn áhuga.
Enska stórliðið hefur boðið þrisvar í Fofana í glugganum en Leicester hefur hingað til hafnað öllum þeim boðum.
Fofana hefur undanfarið æft með varaliði Leicester og ku ekki vera með rétt viðhorf til að spila með aðalliðinu.
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, hefur staðfest það að Fofana verði ekki með í leiknum sem fer fram 14:00 í dag.