Giorgio Chiellini, einn besti varnarmaður í sögu Ítalíu, segist hafa hafnað enska stórliðinu Arsenal árið 2001.
Chiellini var þá leikmaður Livorno í C-deildinni á Ítalíu en hann var 16 ára gamall og talinn mikið efni.
Hann vildi þó ekki svíkja vinnuveitendur sína með því að kveðja svo skjótt og ákvað að hafna boðinu frá Arsenal.
Chiellini segist hafa verið heimskur á þessum tíma fyrir að hafna Arsenal en hann gerði síðar garðinn frægan með stórliði Juventus til margra ára.
,,Ef ég horfi til baka þá var ég hálfviti að hafna þessu tilboði,“ sagði Chiellini.
,,Ég var 16 ára gamall og spilaði í Serie C. Ég fékk risastórt tilboð sem hefði borgað um 200 lírur [66 þúsund pund]fyrir eitt tímabil.“
,,Mér fannst ég ekki vera tilbúinn, ef ég hefði samþykkt boðið þá hefði mér liðið eins og ég væri að svíkja Livorno.“