Brendan Rodgers, stjóri Leicester City, er sá líklegasti í ensku úrvalsdeildinni til að fá sparkið.
Þetta segja enskir veðbankar en Rodgers er einn á toppnum og þar á eftir koma tvö kunnugleg nöfn.
Frank Lampard og Steven Gerrard eru í næstu tveimur sætum en sá fyrrnefndi stýrir Everton og sá síðarnefndi Aston Villa.
Ralph Hasenhuttl hjá Southampton kemur þar á eftir og svo Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Leicester hefur byrjað ömurlega í deildinni og er aðeins með eitt stig eftir fyrstu þrjá leiki sína.
Margir leikmenn eru að leitast eftir því að komast burt frá félaginu í sumar eða þeir Youri Tielemans, Wesley Fofana og James Maddison.