fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fókus

Bugaðir foreldrar taka yfir íslenska vinsældarlistann á Spotify – Hrafn hvetur til aðgerða

Fókus
Laugardaginn 27. ágúst 2022 07:30

Hafdís Huld er allt í öllu á íslenska listanum á Spotify

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Hafdís Huld er allt í öllu á íslenska listanum á Spotify. Það er þó ekki glæný lög eða plata sem eru að slá í gegn heldur barnaplatan Vögguvísur sem kom út árið 2012 og er því að fagna tíu ára afmæli sínu,

Hafdís Huld vann plötuna ásamt tónlistarmmanninum Alisdair Wright og síðan hefur hún verið í miklu uppáhaldi hjá örþreyttum og buguðum foreldrum sem spila hana í tíma og ótíma fyrir börn sín. Velgengni plötunnar hefur verið lygileg, enda sannarlega frábært verk í alla staði, en í nóvember 2021 fengu aðstandendur Vögguvísna tvöfalda platínuplötu fyrir verkið. Þá var platan árið 2020 mest selda plata ársins, átta árum eftir að hún kom fyrst út.

Alisdair og Hafdís Huld með tvöföldu platínumplötuna.

Í frétt um hina tvöföldu platínumplötu á DV á sínum tíma var bent á það að lagið „Dvel ég í draumahöll“  væri í sautjánda sæti yfir vinsælustu lög landsins þegar fréttin væri skrifuð.

En svo virðist vera sem íslenskir foreldrar hafi aldrei þurft meira á Hafdísi Huld að halda en nú í sumar. Þegar þessi orð eru skrifuð situr öll platan, fimmtán lög alls, í efstu 25 sætunum og þar af á „Dvel ég í draumahöll“ toppsætið. Greinilegt er að hlustendur spila plötuna í gegn aftur og aftur og mögulega jafnvel aftur.

Enginn á sjéns í Hafdísi Huld á íslenska listanum á Spotify

Gullpenninn Hrafn Jónsson vakti athygli á þessu á Twitter í gær en í færslunni hvatti hann nýja og verðandi foreldra til að setja á svokallaða private session á Spotify þegar Hafdís Huld og önnur vinsæl barnalög væru í spilun. Þannig myndi spilunin ekki hafa áhrif á til að mynda vinsældarlista eins og Top 50 Iceland og meira yrði að marka algóritmann alvitra.

Tóku margir undir með tillögu Hrafns. Óskar Hauksson, meðlimur Quarashi, benti á að það hefði tekið hann tvö ár að losna við uppástungur um barnalög Hafdísar Huldar á sínum Spotify-reikningi. Annar netverji tók sömuleiðis undir þessi og sagði að nú væri kominn tími til að standa vörð um íslenska listann á Spotify, hann væri einfaldlega týndur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision hefst í kvöld

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

Swift ekki sátt og finnst hún notuð

Swift ekki sátt og finnst hún notuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vilmundur segir að þúsundir Íslendinga séu líklega veikir án þess að vita það – Bendir á vöru sem má finna á nánast öllum heimilum

Vilmundur segir að þúsundir Íslendinga séu líklega veikir án þess að vita það – Bendir á vöru sem má finna á nánast öllum heimilum
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það getur breytt lífi barna ef það er einn fullorðinn einstaklingur sem barnið getur treyst á“

„Það getur breytt lífi barna ef það er einn fullorðinn einstaklingur sem barnið getur treyst á“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég elska líka þegar hún tosar mig niður á jörðina og lætur mig heyra það þegar ég er kominn eitthvað út í rassgat“

„Ég elska líka þegar hún tosar mig niður á jörðina og lætur mig heyra það þegar ég er kominn eitthvað út í rassgat“