Aron Sigurðarson reyndist hetja Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti AGF á heimavelli.
Aron skoraði sigurmark heimamanna í 2-1 sigri en hann komst á blað af vítapunktinum þegar 10 mínútur voru eftir.
Aron lék allan leikinn í sigrinum en Mikael Neville Anderson spilaði einnig með AGF.
Horsens var að vinna sinn þriðja leik í deildinni og er með 11 stig eftir sjö umferðir.
AGF hefur byrjað töluvert betur og er með 13 stig í öðru sæti, jafn mörg stig og topplið Silkeborg.