Lautaro Martinez, leikmaður Inter Milan, ræddi við Romelu Lukaku hvern einasta dag eftir að sá síðarnefndi yfirgaf félagið í fyrra.
Lukaku var þá keyptur til Chelsea en þar gekk lítið upp og var hann lánaður til Inter aftur í sumar.
Þeir tveir eru augljóslega mjög góðir vinir og spila saman í sóknarlínu Inter í dag.
,,Ég er mjög ánægður með að hann sé kominn aftur. Hann hjálpar okkur mikið og við munum halda áfram að berjast við hans hlið,“ sagði Martinez.
,,Við vorum í sambandi og ræddum saman á hverjum einasta degi þegar hann fór. Hann er mikil hjálp fyrir okkur.“
,,Við viljum halda áfram að bæta okkur, við erum með fjóra öfluga sóknarmenn sem eru allir með sína eiginleika.“