Caughtoffside heldur því fram að Cristiano Ronaldo muni ganga í raðir Sporting Lisbon í Portúgal áður en glugganum lýkur.
Þetta kemur fram í frétt miðilsins í dag en Ronaldo hefur lengi verið orðaður við brottför frá Manchester United.
Ronaldo hefur samkvæmt flestum miðlum reynt að komast burt í allt sumar til að eiga möguleika á að spila í Meistaradeildinni, frekar en Evrópudeildinni.
Samkvæmt heimildum Caughtoffside eru skipti Ronaldo til Sporting 99 prósent klár og mun hann enda þar fyrir gluggalok.
Þeir segja ennfremur að umboðsmaður Ronaldo, Jorge Mendes, hafi unnið að þessum skiptum í margar vikur.
Ronaldo er 37 ára gamall í dag og vakti fyrst athygli með Sporting á ferlinum áður en hann gekk í raðir Man Utd og síðar Real Madrid.