fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Magnús Aron ákærður fyrir morðið í Barðavogi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. ágúst 2022 16:27

Magnús Aron Magnússon leiddur burt af lögreglu frá mótmælafundi á Austurvelli árið 2019. Mynd úr Fréttablaðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Aron Magnússon, sem grunaður er um að hafa orðið nágranna sínum, Gylfa Bergmann Heimissyni, að bana í hrottalegri líkamsárás þann 4. júní síðastliðinn, hefur verið ákærður fyrir morðið. Vísir greinir frá því í dag að búið sé að ákæra karlmann á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi en ljóst er að um er að ræða Magnús Aron, sem verður 21 árs gamall á þessu ári.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Magnús mun fara fyrir dóm en árið 2020 var hann sakfelldur fyrir ofbeldi og brot á barnaverndarlögum er hann veittist að ungum dreng. Mbl.is greindi frá fyrra broti Magnúsar í sumar en það átti sér stað í október árið 2019. Árás Magnúsar er sögð hafa verið algjörlega tilefnislaus en hann var tæplega 18 ára gamall þegar hún fór fram.

Nágrannar Magnúsar, sem DV ræddi við, lýstu honum í sumar sem tifandi tímasprengju. Nágrannarnir töldu að hann ætti að búa í sérstöku úrræði en ekki almennu íbúahverfi. Skömmu fyrir voveiflegt lát Gylfa var lögregla tvisvar kölluð að húsinu í Barðavogi vegna meintrar ógnandi framkomu Magnúsar við aðra íbúa í húsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“