fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Pressan

Samkvæmisljónið María reyndist vera rússneskur njósnari – Skartgripasalinn sem blekkti sig inn í félagslífið hjá NATÓ

Pressan
Föstudaginn 26. ágúst 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski rannsóknarblaðamaðurinn og rithöfundurinn Eliot Higgins rekur rannsóknarmiðilinn Bellingcat. Sá miðill hefur birt fjölda rannsókna um stríðshrjáð svæði, mannréttindabrot og undirheima. Eliot deildi nýlega sögunni um skartgripasalann og samkvæmisljónið Mariu Adela Kuhfeldt Rivera sem þar til fyrir nokkrum árum var áberandi í félagslífinu á Napólí og sótti sérstaklega í félagsskap hermanna Nató.

Hann vakti á Twitter athygli á umfjöllun miðilsins, ritaða af rússneska rannsóknarblaðamanninum Christo Grozev, um áðurnefnda Maríu.

Skartgripasalinn og samkvæmisljónið María

Maria Adela Kuhfeldt Rivera var á Ítalíu þekkt sem ekkja, skartgripasali og samkvæmisljón. Hún var lausaleiks barn þýsks föður og móður frá Perú, fædd í Perú og hafði svo verið yfirgefin í Moskvu af móður sinni á Ólympíuleikunum 1980.

Þetta er sagan sem hún sagði vinum sínum. Hún sagði að í Moskvu hafi hún svo verið alin upp af sovésku pari sem móðir hennar hafði vingast við áður en hún lét sig hverfa. Þetta par hafi komið illa fram við Maríu og því hafi hún forðað sér frá Rússlandi til að hefja nýtt líf erlendis.

Á árunum 2009-2011 bjó hún og lærði í Evrópu og vingaðist þar við fólk á borð við Marcelle D’Argy Smith, fyrrverandi ritstjóra bresku útgáfu Cosmopolitan, sem hún hitti í drykk á Möltu sumarið 2010. María bjó þá á Möltu með þáverandi kærasta sínum en á einhverjum tímapunkti flutti hún í hverfið Ostia nærri fornu höfninni í Róm á Ítalíu, til að læra gimsteinafræði. Hún flutti svo til Parísar og skráði þar skartgripavörumerkið sitt, Serein.

Í júlí 2012 giftist hún manni sem hún sagði vinum sínum að væri ítalskur. Harmleikur átti sér svo stað þegar hann lét lífið í Moskvu í júlí 2013 aðeins þrítugur að aldri. Dánarorsök samkvæmt dánarvottorði var lungnabólga og sjálfsónæmissjúkdómurinn Lúpus.

María giftir sig

Vinir og elskhugar á herstöð NATÓ

María lét þó andlátið ekki draga úr sér kjarkinn heldur flutti fljótlega til Napólí á Ítalíu þar sem hún opnaði búð undir merkjum skartgripa vörumerkisins, Serein. Hún byggði sér fljótt upp góðan orðstír meðal elítunnar í Naples fyrir nútímalega hönnun og fyrir að vera samkvæmisljón.

María setti svo markið lengra en bara Naples. Hún ákvað að gerast ritari góðgerðasamtaka á svæðinu – Lions klúbbsins Napoli Monte Nouvo. Þetta var enginn venjulegur Lions klúbbur, en Lions klúbba má finna út um allan heim, en þessi tiltekni klúbbur hafði verið stofnaður af hermönnum frá NATÓ.

Mynd úr umfjöllun Bellingcat

María sótti mikið í hermennina í gegnum klúbbinn og vingaðist ýmist við þá eða hóf með þeim ástarsambönd.

Af færslum af samfélagsmiðlum mátti líka líta lúxus lífsstíl hennar og tengsl við gífurlega valdamikið fólk, svo sem myndir frá Bahrain þar sem María sést gefa þáverandi forsætisráðherra Bahrain, prins Khalifa bin Salman Al Khalifa, ermahnappa frá vörumerki sínu Serein.

Allt þetta samkvæmisljónalíf tók þó skyndilega enda í september 2018. En þá pakkaði María í tösku, greip köttinn sinn, Luisu og lét sig hverfa, vinum hennar til mikillar furðu.

María og Khalifa prins

Úlfa María í  samkvæmisljónagæru

Í ítarlegri umfjöllun Bellingcat kemur fram að þremur mínútum fyrir miðnætti þann 14. september 2018, deginum áður en María lét sig hverfa, hafi síminn hjá manni að nafi Andrey Averyanov hringt. Andrey stýrði þá deild í leyniþjónustu herafla Rússlands, GRU, sem kallaðist Unit 29155. Fyrr um daginn höfðu Bellingcat og rússneskur samstarfsaðili þeirra, The Insider, birt niðurstöður rannsóknar sinnar á njósnurum Ruslan Boshirov og Alexander Petrov, sem störfuðu leyni fyrir GRU og var talið að tengdust því er eitrað var fyrir fyrrverandi rússneska njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans með taugaeitrinu Novichok.

Í rannsókninni var afhjúpaður alvarlegur galli í njósnakerfi GRU. En í næstum áratug hafði þessi leyniþjónusta sent njósnara úr landi á vegabréfum með fölskum nöfnum, án þess að átta sig á því að númer vegabréfanna voru öll á ákveðnu talna bili, en þetta gerði það að verkum að rannsóknarblaðamenn, sem höfðu fengið upplýsingar sem lekið var á rússneska svarta markaðinn, gátu fundið aðra njósnara bara með því að rekja vegabréf gefin út á þessum talna bilum.

Eitt af þessum vegabréfum hafði verið gefið út með nafninu Maria Adela Kuhfeldt Rivera. Þessi ekkja, skartgripasali og samkvæmisljón, sem hafði náð að verða partur af elítunni á Naples, vingast við og byrjað með hermönnum frá Nató sem störfuðu á nálægri NATÓ herstöð, var í reynd rússneskur njósnari.

Hver er María í raun og veru?

Bellingcat og samstarfsaðilar hafa nú afhjúpað að María heitir í raun Olga Kolobova. Hún er fædd árið 1982 og síðan að hún lét sig hverfa aftur til Rússlands árið 2018 virðist hún ekki hafa yfirgefið landið aftur og mun nú búa þar við nokkuð góðan kost.

Bellincat rekur að það hafi tekið þó nokkurn tíma að komast að raunverulegu nafni „Maríu“, en eins og er gjarnan raunin í þessum rannsóknum þá veltir oft lítil þúfa þungu hlassi.  Seinasta púslið reyndist vera mynd sem „María“ hafði notað á Facebook síðu sinni, en hún reyndist vera sú sama og Olga notaði á WhatsApp.

Olga fundinn. Mynd/Bellingcat

Bellingcat rekur að svo virðist sem að „María“ hafi fengið sitt fyrsta rússneska vegabréf árið 2006. Hún hafi svo ferðast um heiminn og vingast við fólk til að öðlast tengslanet og til að byggja upp orðstír sinn. Bellingcat telur líklegt að það hafi verið áætlun GRU að falska persónan María yrði sjálfstæður frumkvöðull og samkvæmisljón til að hún gæti komist í kynni við rétta fólkið. Það hafi alltaf verið ætlunin að María myndi komast inn í hóp þeirra embættismanna og hermanna sem störfuðu á vegum NATÓ í Napólí.

Bellingcar ræddi við vin mannsins sem María giftist og taldi sá að vinur hans hefði aðeins samþykkt að giftast Maríu til að hjálpa henni að fá evrópskt vegabréf. Vinur hans hafi svo greinst með Lúpus aðeins tveimur mánuðum fyrir andlát hans, en nokkuð óalgengt er að ungir menn greinist með þennan sjúkdóm.

Bellingcat ræddu við fólk sem þekkti til Maríu á þessum tíma og af frásögnum þeirra er ljóst að hún komst ekki bara í kynni við ítalska embættismenn NATÓ heldur einnig valdamikið fólk frá Belgíu, Ítalíu, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Þó nokkrir af þeim sem hún átti í samskiptum við höfðu starfa sinna vegna aðgang að hernaðarlega mikilvægum upplýsingum og kerfum. Þó er ekki víst að hún hafi nokkurn tímann fengið aðgengi að sjálfri herstöðinni.

Síðustu orð Maríu

Tveimur mánuðum eftir að „María“ lét sig hverfa birtist færsla á Facebook síðu hennar. Þar sagðist hún vera að glíma við krabbamein. Hún hafi verið í krabbameinsmeðferð og hár hennar væri nú að loksins að vaxa til baka. „P.s. Takk öll þið sem hafið ekki hætt að bomba í mig skilaboðum undanfarna fimm mánuði. Elska ykkur.“

Bellingcat bendir á að þarna hafi uppspuninn María sent skilaboð á vini sem höfðu áhyggjur af velferð hennar eftir skyndilega hvarfið. Í raun og veru hafi njósnarinn Olga þó skrifað skilaboðin á meðan hún varði tíma í að keyra lúxus Audi bifreiðina sína að íhuga að flytja inn í splunku nýja lúxus íbúð í einni af fínni hverfunum í Moskvu.

„María“ og Marcelle

Síðan rétt rúmum þremur árum eftir að hún lét sig hverfa, í desember 2021 sendi „María“ enn ein óræð skilaboð. Að þessu sinni í gegnum WhatsAp til vinkonu sinnar Marcelle D’Argy Smith:

„Kæra kæra Marcelle!

Það er mikið sem ég get ekki og mun aldrei geta útskýrt. En ég sakna þín rosalega mikið og mjög mjög sárt.“

Bellingcat segir að mál Maríu sé nokkuð sérstakt þar sem miklum tíma og vinnu hafi verið varið í að gera hana að sannfærandi persónu til að hún gæti laumað sér inn í félagslíf valdamikilla manna. Spurning sé hvort að öll þessi vinna hafi borið árangur eða ekki. Ekkert bendi til þess að leyniþjónustur Vesturlanda hafi verið meðvitaðir um þennan njósnara sem hafi verið svo nærri höfuðstöðum NATÓ í Evrópu. Enginn af þeim sem Bellingcat ræddi við hafði verið yfirheyrður af NATÓ vegna samskipta þeirra við „Maríu“ og NATÓ svaraði ekki fyrirspurnum Bellingcat vegna málsins.

Svo til að kóróna þetta allt virðist sem svo að fínu og nútímalegu skartgripirnir sem María seldi í búð sinni, og gaf meðal annars til þáverandi forsætisráðherra Bahrain, hafi hún ekki gert sjálf heldur keypt – af seljendum hjá Ali Express.

Nánar má lesa um málið í ítarlegri umfjöllun Bellingcat

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessar tilfinningar stytta lífið

Þessar tilfinningar stytta lífið
Pressan
Í gær

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega
Pressan
Í gær

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump biður hæstarétt að setja ný TikTok-lög í frost

Trump biður hæstarétt að setja ný TikTok-lög í frost
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepinn af hákarli við stærsta kóralrif heims

Drepinn af hákarli við stærsta kóralrif heims
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þær dýrategundir sem verða flestu fólki að bana árlega

Þetta eru þær dýrategundir sem verða flestu fólki að bana árlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að svona sé hægt að hraða efnaskiptunum og léttast hraðar

Læknir segir að svona sé hægt að hraða efnaskiptunum og léttast hraðar