Erik ten Hag knattspyrnustjóri Manchester United neitaði að taka við spurningum frá fréttamanni Sky Sports á fréttamannafundi í dag.
Gary Cotterill mætti fyrir hönd Sky á fund Ten Hag fyrir leikinn gegn Southampton á morgun. Fjölmiðlafultrúi Manchester United neitaði að taka við spurningum hans.
„Ég er hissa,“ segir Gary Cotterill við enska götublaðið Daily Mail.
Ástæðan er atvik frá því í maí þegar Cotterill gekk á eftir Ten Hag þegar hann var að taka við United. Atvikið átti sér stað fyrir utan Selhurst Park fyrir leik United og Crystal Palace.
„Þetta voru bara tveir einstaklingar að vinna, ég held að hann sé pirraður yfir því. Ég var að reyna að vinna mína vinnu, hann gerði sitt og sagði ekkert og ég reyndi að fá svör.“
„Ég hef hins vegar ekki fengið neinar útskýringar,“ sagði fréttamaðurinn sem fékk að finna fyrir því frá öryggisvörðum Ten Hag í maí.
Atvikið er hér að neðan.