Gerard Romero sparkspekingur í málefnum Barcelona segir að framherjinn Pierre Emerick Aubameyang nálgist endurkomu til Chelsea.
Romero birti mynd af Aubameyang á flugvellinum í Barcelona í gær en nú er ljóst að kappinn er í París Chelsea reynir að kaupa hann.
Skilaboðin sem Aubameyang setti inn frá París vekja mikla athygli. „Stundum gleymir fólk því að það er til líf utan fótboltans,“ skrifar framherjinn frá Gabon.
Aubameyang kom frítt til Barcelona í janúar en félaginu sárvantar að losa fjármuni til að geta skráð Jules Kounde til leiks.
Aubameyang er efstur á óskalista Thomas Tuchel stjóra Chelsea sem sárvantar sóknarmann í sínar herbúðir.
Aubameyang og Tuchel áttu gott samstarf hjá Dortmund, framherjinn frá Gabon hafði búið í London í nokkur ár þar sem hann lék með Arsenal.