fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Vélarvana bát rak á land í Keflavík og örmagna reiðhjólamaður á hálendinu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 26. ágúst 2022 10:33

Mynd frá Keflavík/Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitir voru kallaðar út í tvígang í morgunsárið. Annars vegar vegna örmagna hjólamanns á hálendinu og hins vegar vegna vélarvana báts sem rak að landi rétt utan við Keflavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Þar segir að vélarvana báturinn hafði verið á veiðum þegar hann byrjaði að reka hratt að landi.  Endaði báturinn á að reka upp í klettana utan við höfnina í Keflavík. Í tilkynningu segir:

„Einn maður var um borð og slasaðist hann ekki og í fyrstu virtist ekki hafa komið leki að bátum. Björgunarbáturinn Njörður kom á vettvang stuttu seinna og kom taug í bátinn og dró hann til hafnar, þangað sem hann var kominn klukkan rétt rúmlega tíu.“

Á sama tíma var björgunarsveit kölluð út á Blönduósi vegna örmagna reiðhjólamanns sem hafði leitað skjóls í hesthúsi við skálann Áfanga við Kjalveg. Í tilkynningu segir:

„Björgunarsveitarfólk var rétt í þessu að koma að manninum sem er kaldur og blautur eftir hrakningar gærdagsins og næturinnar. Ágætis veður er nú á svæðinu og verðu honum og búnaði hans komið til byggð, hann var einnig óslasaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins