fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Jónína stolt af skúrandi syninum – „Ákveðinn munur þar og hér á Íslandi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 26. ágúst 2022 09:00

Strákarnir þrífa klefann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson, leikmenn FCK í Danmörku, komu sér í fréttirnar í fyrradag fyrir að þrífa klefa liðsins eftir leik gegn Trabzonspor, þar sem Kaupmannahafnarliðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeidar Evrópu.

Ísak og Hákon byrjuðu á bekk FCK í fyrrakvöld. Sá síðarnefndi kom við sögu þegar lítið var eftir. FCK vann fyrri leikinn á Parken 2-1 og dugði markalaust jafntefli í Tyrklandi því til að komast áfram.

Að leik loknum voru það svo íslensku strákarnir Ísak og Hákon sem tóku sig til og þrifu búningsklefann. Ísak sá um að týna upp flöskur á meðan Hákon var á sköfunni og sá til þess að allt rusl yrði tekið upp af gólfinu.

Framkoma íslensku drengjanna vekur mikla athygli víða um heim og í færslu FCK segir að þeir séu vel uppaldir. Fá drengirnir mikið lof frá bæði dönsku og tyrknesku þjóðinni.

„Ég varð stolt þegar ég sá myndina. Mér finnst líka alltaf gott þegar lið skilja við klefann með sómasamlegum hætti. Það er rétt og fallegt að gera það,“ segir Jónína Halla Víglundsdóttir, móðir Hákons, við Fréttablaðið um framkomu drengjanna.

Hinn 19 ára gamli Hákon kom inn í unglingastaf FCK fyrir þremur árum síðan og hefur unnið sér inn sæti í aðalliðinu. Jónína er afar sátt með hvernig staðið er að málum hjá Kaupmannahafnarfélaginu.

Hún segir leikmönnum kennt meira en bara fótbolta, eins og hegðun og framkomu utan vallar.

„Þegar ég hef farið út að horfa á þessa leiki í yngri flokkunum finnst mér hegðun leikmanna alltaf góð. Bæði gagnvart mótherjum og dómurum. Mér fannst það ákveðinn munur þar og hér á Íslandi. Þeir komast ekkert upp með að vera með einhverja stæla – það er ekkert í boði.“

Nánar er rætt við Jónínu í Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hafa litlar áhyggjur af nýju stjörnunni fyrir norðan – Sagan sýni þó að þetta beri að varast

Hafa litlar áhyggjur af nýju stjörnunni fyrir norðan – Sagan sýni þó að þetta beri að varast
433Sport
Í gær

Sjáðu sturlað sigurmark sem tryggði Real mikilvægan sigur

Sjáðu sturlað sigurmark sem tryggði Real mikilvægan sigur
433Sport
Í gær

Steinhissa þegar ein frægasta kona heims sást í mynd: Sá niðurlæginguna í persónu – ,,Ég trúi því ekki“

Steinhissa þegar ein frægasta kona heims sást í mynd: Sá niðurlæginguna í persónu – ,,Ég trúi því ekki“
433Sport
Í gær

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags
433Sport
Í gær

Alonso svarar fyrir sögusagnirnar um Real Madrid

Alonso svarar fyrir sögusagnirnar um Real Madrid