fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Tekinn af lífi fyrir morð framið 1997 – Hunsaði álit reynslulausnarnefndar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. ágúst 2022 19:00

Aftökubekkur. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Coddington var tekinn af lífi í Oklahoma í gær fyrir morð sem hann framdi 1997. Reynslulausnarnefnd ríkisins hafði mælt með því að hann yrði ekki tekinn af lífi en Kevin Stitt, ríkisstjóri úr röðum Repúblikana, hunsaði álit reynslulausnarnefndarinnar.

Coddington, sem var fimmtugur, var tekinn af lífi í gærmorgun með því að eitri var sprautað í hann.

Hann var dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt Albert Hale, 73 ára, með hamri fyrir 25 árum. Þá kom fram í réttarhöldunum að Coddington hefði reiðst mjög þegar Hale vildi ekki láta hann fá peninga til að kaupa kókaín.

Þegar Coddington kom fyrir reynslulausnarnefndina fyrr í mánuðinum bað hann fjölskyldu Hale afsökunar og sagðist vera annar maður í dag en fyrir 25 árum. Hann sagðist vera hættur að neyta eiturlyfja og væri ekki grimmur morðingi. „Ef þessu lýkur í dag með dauða mínum, þá er það í lagi,“ sagði hann.

Mitch Hale, sonur Albert Hale, hvatti nefndina til að mæla ekki með mildun dómsins. Fjölskyldan gæti ekki ýtt málinu frá sér eftir að hafa þjáðst í 25 ár. „Enginn gleðst yfir því að einhver deyi en Coddington valdi þessa leið . . . hann vissi hverjar afleiðingarnar væru, hann kastaði teningnum og tapaði,“ sagði hann að sögn Sky News.

Emma Rolls, verjandi Coddington, sagði reynslulausnarnefndinni að Coddington hafi verið stórskaddaður eftir margra ára misnotkun áfengis og fíkniefna. Sú misnotkun hafi hafist þegar hann var smábarn og faðir hans setti bjór og viskí í pelana hans.

Nefndin greiddi atkvæði um hvort milda ætti dóminn og þannig koma í veg fyrir að Coddington yrði tekinn af lífi. Atkvæði féllu 3-2. En Kevin Stitt, ríkisstjóri, hunsaði niðurstöðuna og vildi ekki fara eftir henni og var Coddington því tekinn af lífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin