fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Stofnar síðu til höfuðs Birni Steinbekk – Tapaði stórfé á miðabraskinu en aldrei fengið afsökunarbeiði

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 22:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Kristján Helgi Dýrfjörð tapaði 5,2 milljónum króna á miðasölubraski í tengslum við leik Frakklands og Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu árið 2016 sem Björn Steinbekk var í forsvari fyrir í gegnum félagið Sónar ehf. Þetta fullyrðir Kristján Helgi í aðsendri grein á Vísi, sem ber yfirskriftina „Hræsnin Björn Steinbekk“ en honum er svo misboðið yfir framferðis Björns að hann hefur stofnað sérstaka vefsíðu til höfuðs honum, Steinbekk.is, þar sem áðurnefnd grein hans er aðgengileg.

Krafðist persónulegrar afsökunarbeiðni

Í stuttu máli er forsagan sú, eins og rakið var ítarlega á DV fyrr í dag, að Björn birti aðsenda grein á Vísi fyrr í dag þar sem hann sakaði Kristján Óla Sigursson, einn af aðstandendum hlaðvarpsins Þungaviktin, að hafa smánað sig opinberlega „í boði Nóa Siríus og Sýnar“. Fjölmiðlafyrirtækið hýsir hlaðvarpsþáttinn en Nói Siríus er einn af helstu kostunaraðilum þáttarins.

Björn kom til tals í einum af þáttum Þungaviktarinnar og lét Kristján Óli eftirfarandi orð falla um hann: „Ertu að tala um miðaræningjann í Frakklandi. Það stendur þarna óheiðarlegir. Hvað er sá maður annað en óheiðarlegur? Taktu bara þennan dróna þinn, fljúgðu honum ofan í eitthvað hraun og grjóthaltu kjafti.“ Þá sagði Kristján einnig að Björn væri „bara pínulítill“, hann ætti að „líta í eigin barm“ og „hætta að kasta steinum úr glerhús

Birni misbauð þessi ummæli verulega og í áðurnefndri grein rekur hann hvernig hann hafi haft samband við Sýn vegna þáttarins og krafist þess að fá afsökunarbeiðni. Kristján Óli hafi gert það í næsta þætti Þungviktarinnar en neitað að hitta Björn og biðja hann persónulega afsökunar eins og Björn fór fram á.

Í kjölfarið af því hafi Björn vaðið í styrktaraðila þáttarins og fengið því framgengt að Coca-Cola European Partners á Íslandi hafi hætt að styrkja hlaðvarpið. Hann var hins vegar ósáttur við Nóa Siríus, sem einnig styrkir hlaðvarpið, en þaðan bárust engin viðbrögð við fyrirspurnum hans.

Ekki endurgreitt krónu né beðist afsökunar

En atgangur Björns og greinarskrif komu illa við Kristján Helga sem greip þegar til aðgerða. Á áðurnefndri vefsíðu rekur hann hvernig að hann telur Björn hafa svikið sig og aðra um fé og sakar hann um hræsni fyrir að krefjast persónulegrar afsökunarbeiðni frá Kristjáni:

„Undirskrifaður keypti miða af framkvæmdastjóra Sónar Reykjavík eða Birni Steinbekk að andvirði 5.2 milljónir og bauð 10 flugsæti til Tólfunnar stuðningsmannasveit Íslensku landsliðanna. Björn Steinbekk hefur þó ekki endurgreitt mér eina krónu og hvað þá beðið mig afsökunar í persónu eða útskýrt sitt mál betur. Spurning að hann eyði frekar tíma sínum í að biðja aðra afsökunar en að heimta slíkt frá öðrum og ráðast á þeirra lífsviðurværi,“ skrifar Kristján Helgi.

Þá setur hann fram þá kröfu að fyrirtæki sem hafa verið í samstarfi við Björn, meðal annars í tengslum við markaðsmál, slíti samstarfinu á sama grundvelli og Björn krafði Coca Cola og Nóa Siríus um.

Árið 2017 var Björn sýknaður af kröfu um að hann ætti persónulega að endurgreiða 10 miða, að andvirði 686, sem GAM management ráðgjöf ehf. keypti af honum. Var það niðurstaða dómstólsins að söluaðili miðanna hafi verið Sónar Reykjavík ehf. og Björn því ekki persónulega ábyrgur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“