Á Fréttavaktinni í kvöld er rætt við Helga Gunnlaugsson prófessor í afbrotafræði við HÍ sem gagnrýnir lögregluyfirvöld fyrir að upplýsa ekki almenning nægilega vel um rannsókn atburðanna á Blönduósi sem hann kallar eitt stærsta mál af þessu tagi sem orðið hafi í samfélaginu í áratugi.
Forsetar Eystrasaltsríkjanna komu til landsins nú í eftirmiðdaginn. Þeir eru nú í heimsókn í Alþingi, en fara síðan til hátíðarkvöldverðar á Bessastöðum. Hátíðarsamkomur halda áfram á morgun.
Skólastjóri Myndlistarskólans í Reykjavík segir listnám ungmenna með þroskahömlun gefa þeim stórkostlega möguleika, en vandinn sé sá að stjórnvöld slái í og úr varðandi námsframboðið.
Og það er hitabylgja í kortunum og búist við frábæru veðri víða um land á næstu dögum.
Fréttavaktin er á dagskrá Hringbrautar öll kvöld kl. 18:30, en hægt er að horfa á þáttinn hér að neðan:
Fréttavaktin fimmtudag 25. ágúst