Vængmaðurinn Nicolas Pepe hefur yfirgefið Arsenal í bili og er haldinn til Frakklands.
Pepe skrifaði í dag undir lánssamning við Nice og mun leika með liðinu í efstu deild í vetur.
Pepe er 27 ára gamall kantmaður sem gerði garðinn frægan með Lille frá 207 til 2019 og lék áður með Angers.
Það gekk ekki alveg nógu vel hjá Pepe á Englandi og skoraði hann 16 mörk í 80 leikjum á þremur árum.
Hann hefur ekkert komið við sögu í leik á þessu tímabili og ljóst að honum var frjálst að fara.