fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Pressan

Háskólanemi sakar kennara um að hafa fitusmánað sig – „Allir fokking heyrðu þessa konu kalla mig feita“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 28. ágúst 2022 07:30

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur háskólanemi sakar kennara í skólanum sínum um að hafa fitusmánað sig. Háskólaneminn segir frá þessu í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlinum TikTok en Daily Star fjallaði um málið.

Háskólaneminn, sem er ung kona og gengur undir nafninu Mrs Crimz á TikTok, segir að kennarinn hafi neytt sig til að skipta um föt eftir að hún mætti í stuttbuxum úr gallaefni. Kennarinn á að hafa sagt við nemann að hún væri „of stór“ til að klæðast stuttbuxum sem þessum.

Kennarinn kallaði á háskólanemann til sín í tíma og bað hana um að ræða við sig. „Ég gekk til hennar og spurði hvort ég hefði gert eitthvað rangt. Hún sagði: Já, stuttbuxurnar þínar. Þú verður að skipta um föt núna.“

Háskólaneminn spurði þá kennarann hvað væri að stuttbuxunum og sagði henni að þær væru ekki að brjóta klæðaburðarreglur skólans. „Hún hallaði sér þá að andlitinu mínu og sagði: Þú ert ekki í mjög góðri stærð til að vera í svona. Þú þarft að fara að skipta um föt núna. Eða ég fer með þig upp á skrifstofu, hringi í móður þína og segi henni að koma með eitthvað fyrir þig sjálf.“

Í kjölfarið spurði háskólaneminn kennarann hvort hún væri að kalla sig feita fyrir framan alla. „Fólkið í kringum okkur heyrði það, allir fokking heyrðu þessa konu kalla mig feita,“ segir hún í myndbandinu.

Háskólaneminn endaði á því að fara upp á skrifstofu og ræða við starfsfólk skólans sem fullyrti að hún væri ekki að brjóta neinar klæðaburðarreglur og að hún mætti fara aftur í tímann. Kennarinn lét það þó ekki stoppa sig og dró nemann aftur upp á skrifstofu, hringdi í móðir hennar og sagði henni að koma með föt til skiptanna.

Þessi hegðun kennarans hefur vakið mikla reiði meðal netverja á TikTok. „Sem foreldri þá er EKKI SÉNS að ég myndi láta barnið mitt skipta um föt. Ég hefði allt til þess að sjá til þess að það væri komið fram við það til jafns við aðra,“ segir til að mynda einn netverji í athugasemdunum við myndbandið. Aðrir netverjar skiptast svo á að senda háskólanemanum hvatningarorð og kveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona getur kaffi örvað efnaskiptin

Svona getur kaffi örvað efnaskiptin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Henti handklæðunum í vél – Áttaði sig á mistökunum þegar vélin var búin

Henti handklæðunum í vél – Áttaði sig á mistökunum þegar vélin var búin