fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Nökkvi segir frá dvölinni í Þýskalandi – „Maður fékk heimþrá og var að reyna að finna gleðina“

433
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 12:00

Fréttablaðið/Auðunn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nökkvi Þeyr Þórisson, sóknarmaður KA, er markahæsti leikmaður Bestu deildar karla í sumar með sextán mörk í átján leikjum. Hann er í viðtali við Fréttablaðið í dag.

Þar segir hann meðal annars frá dvöl sinn hjá Hannover í Þýskalandi. Nökkvi fór þangað ásamt tvíburabróður sínum, Þorra Mar Þórissyni, árið 2015. Þá voru þeir sextán ára gamlir.

„Þeim leist svona vel á okkur og buðu okkur samning. Þetta var tækifæri sem okkur langaði virkilega að hoppa á. Við ákváðum að sjá hvað myndi gerast,“ segir Nökkvi. Foreldrar drengjanna fluttu með þeim út og segir Nökkvi það hafa hjálpað.

Í tvö ár var Nökkvi fastamaður í U-19 ára liði Hannover. Eftir það var honum boðinn samningur hjá U-21 árs liðinu. Hann þáði Nökkvi hins vegar ekki.

„Þetta var ekki alveg spennandi bolti. U-21 er ekki alvöru karlabolti og mér fannst ég geta farið á hærra stig en U-21 þarna úti. Þetta var líka ekki brjálæðislega góður samningur. Svo spilaði heimþrá aðeins inn í.“

Þess í stað kom Nökkvi aftur heim til Íslands og spilaði með Dalvík/Reyni í 3. deildinni sumarið 2018. Þar skoraði hann tíu mörk í sextán leikjum.

„Það var algjört heillaskref. Maður fékk heimþrá og var að reyna að finna gleðina, búinn að vera í smá harki þarna úti og svo var ég dálítið ungur. Við unnum deildina og ég var markahæstur í liðinu,“ segir Nökkvi, en hann fékk í kjölfarið samning hjá KA.

Ítarlega er rætt við Nökkva í Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hefði viljað fleiri tækifæri í byrjunarliði Arsenal á sínum tíma

Hefði viljað fleiri tækifæri í byrjunarliði Arsenal á sínum tíma
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Á bekknum í fyrsta sinn í rúmlega þrjú ár

Á bekknum í fyrsta sinn í rúmlega þrjú ár
433Sport
Í gær

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Mjög óvænt nafn gæti tekið við af De Bruyne í sumar

Mjög óvænt nafn gæti tekið við af De Bruyne í sumar
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina sem vakti heimsathygli – Allir fóru úr að ofan

Sjáðu myndina sem vakti heimsathygli – Allir fóru úr að ofan