Cristiano Ronaldo er sagður vilja kaupa golfklúbbhús í Portúgal til þess eins að rústa því. Kappinn stefnir á að flytja í glæsihýsi sem hann keypti sér nýlega í heimalandinu næsta sumar. Skyggir golfklúbburinn á útsýni hans. Mun hann flytja frá Manchester ásamt, ásamt fjölskyldu sinni, þegar samningur hans við Manchester United rennur út.
Hinn 37 ára gamli Ronaldo hefur átt í viðræðum við eiganda golfklúbbsins, Miguel Champalimaud. Hann stefnir svo á að rústa því, þar sem það skyggir á útsýnið og Ronaldo vill láta búa til nýja innkeyrslu hjá sér.
Hann hefur boðist til að færa klúbbhúsið og bílastæði þess annað, svo hann og fjölskyldan geti verið út af fyrir sig.
Hús Ronaldo inniheldur sundlaug utan- og innandyra. Þar verður einnig kvikmyndasalur, leikjasalur, skrifstofa og spa.
Ronado hefur verið mikið í umræðunni í sumar. Hann hefur verið sterklega orðaður frá Manchester United.
Þó virðist sem svo að hann muni halda kyrru fyrir í eitt ár til viðbótar. Ekkert af stærri félögum Evrópu hefur tekið sénsinn á að krækja í hann.