Ástæðan er efnahagslegar refsiaðgerðir sem ESB og Bandaríkin hafa beitt Rússa vegna innrásarinnar.
Nýjar spár frá Economist Intelligence Unit (EIU) sýnir að verg þjóðarframleiðsla Rússlands getur skroppið saman um rúmlega 10% á árinu. Alþjóðabankinn spáir 11,2% samdrætti.
Philipp Schröder, hagfræðiprófessor við Árósaháskóla, sagði í samtali við Ekstra Bladet að samdráttur af þessari stærðargráðu samsvari tvöföldum þeim samdrætti sem varð í fjármálakreppunni.
Hann sagði að refsiaðgerðirnar hafi fram að þessu aðallega bitnað á ríkustu Rússunum því margar vörur, sem þeir kaupa, eru ekki lengur fáanlegar. Áhrifin séu ekki nærri því eins mikil á hinn venjulega Rússa.
Hann sagði að ef spárnar gangi eftir þá geti aðgerðirnar farið að bitna á venjulegum Rússum, þeim sem hafa lágar tekjur eða tilheyri millistéttinni.