Hrafnhildur Haraldsdóttir, Miss East Reykjavík, var rétt í þessu krýnd Miss Universe Iceland 2022. Sýnt var frá keppninni í beinni útsendingu á Vísir.is. Athygli vakti að raunverulegt nafn Hrafnhildar kom aldrei fram í úrslitunum heldur var alltaf talað um hana sem Miss East Reykjavík.
Eins og hefur komið fram eru keppendur kenndir við hina ýmsu staði á Íslandi, svo sem Miss Gullfoss, Miss Grafarholt og Miss Nothern Iceland.
Í fyrra var Elísa Gróa Steinþórsdóttir valin Miss Universe Iceland og fór sem fulltrúi Íslands til Ísrael að taka þátt í Miss Universe.
Sjá einnig: Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2022
Athafnakonan og fyrrverandi fegurðardrottningin Manuela Ósk Harðardóttir er framkvæmdarstjóri keppninnar. Það eru komin 20 ár síðan hún steig á svið og var valin Ungfrú Ísland og hefur hún séð um framkvæmdarstjórn Miss Universe Iceland um árabil.