Manchester United er að reyna að fá markmann frá Newcastle í glugganum en Sky Sports greinir frá.
Martin Dubravka er á óskalista Man Utd en hann hefur misst sæti sitt sem aðalmarkvörður Newcastle.
Dubravka var ekki í leikmannahópnum gegn Tranmere í kvöld í deildabikarnum og gæti verið á förum.
Nick Pope hefur eignað sér stöðuna hjá Newcastle en hann kom frá Burnley eftir síðasta tímabil.
Man Utd leitar að varamarkmanni fyrir veturinn en Dean Henderson er farinn til Nottingham Forest.