Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, var fyrr í þessum mánuði fjallað um bestu almenningssundlaugarnar í heiminum.
Umfjöllunin snýst einnig um sögu almenningssundstaða um allan heim og hvaða hlutverk sundstaðirnir spila í samfélaginu, hvort sem um er að ræða á Íslandi, Danmörku og Bretlandi, eða borgum á borð við Los Angeles, Berlín, Sydney og Bejing.
Hér er skilgreining á almenningssundlaug heldur opin en titill greinar BBC er „The best public swimming pools around the world.“ Fjórir baðstaðir á Íslandi eru nefndir í umfjölluninni en tveir þeirra eru ekki almenningssundlaug.
Sundlaugarnar sem fjallað er um er sjálf Sundhöllin og greint er frá því Guðjón Samúellsson hafi hannað bygginguna. Þá er einnig fjallað um Árbæjarlaug og vitnað í einn arkitektinn sem hannaði hana. Baldur Ó Svavarsson segir í samtali við BBC að þar sé rennibraut sem vatn rennur í gegn, sem og heitir pottar. „Margir synda ekki heldur sitja í heitu pottunum og ræða pólitík,“ segir Baldur.
Bláa lónið sem löngu er orðið heimsfrægt er einnig í umfjölluninni.
Hinn baðstaðurinn sem er nefndur er laugin Guðlaug sem er í fjörunni á Langasandi á Akranesi. Guðlaug samanstendur í raun af tveimur laugum, sú efri er heit en sú neðri er köld og fyllist af sjó þegar það er flóð. Vegna staðsetningar Guðlaugar er tilvalið að skella sér í sund í sjálfu Atlandshafinu og fara síðan beint í heitu laugina.