fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Sterling var hundfúll með vinnubrögð Man City – Þurfti oft að missa af afmæli barnanna

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 24. ágúst 2022 20:25

Tuchel og Sterling.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raheem Sterling, leikmaður Chelsea, var brjálaður fyrr í sumar er honum var í raun kastað burt af félaginu sem hann lék með í sjö ár.

Sterling skoraði 131 mark fyrir Man City í öllum keppnum á þessum sjö árum eftir að hafa komið frá Liverpool.

Undanfarin tvö ár fékk enski landsliðsmaðurinn þó ekki að spila eins mikið og var tjáð að hann mætti fara annað í sumar.

Hann var gríðarlega vonsvikinn með vinnubrögð Man City en segir það allt grafið og gleymt í dag.

,,Á þessum tímapuntki var ég reiður, ég var brjálaður en það er nú horfið,“ sagði Sterling í samtali við Sky Sports.

,,Þetta tilheyrir fortíðinni og ég get bara einbeitt mér að nútíðinni sem er núna, hér hjá Chelsea. Ég er með tækifæri til að sýna mína hæfileika á ný.“

,,Allir vilja finna fyrir ást og það er ekkert öðruvísi í fótboltanum. Þú gefur þitt allt í verkefnið, þarft að missa af afmæli barnanna þinna og svo er komið fram við þig á ákveðinn hátt, það er mjög svekkjandi.“

,,Það er skammarlegt að sjá hvernig þetta endaði að lokum því ég naut þess mjög mikið að spila þarna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hefði viljað fleiri tækifæri í byrjunarliði Arsenal á sínum tíma

Hefði viljað fleiri tækifæri í byrjunarliði Arsenal á sínum tíma
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Á bekknum í fyrsta sinn í rúmlega þrjú ár

Á bekknum í fyrsta sinn í rúmlega þrjú ár
433Sport
Í gær

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Mjög óvænt nafn gæti tekið við af De Bruyne í sumar

Mjög óvænt nafn gæti tekið við af De Bruyne í sumar
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina sem vakti heimsathygli – Allir fóru úr að ofan

Sjáðu myndina sem vakti heimsathygli – Allir fóru úr að ofan